Eddie Redmayne

Edward John DavidEddieRedmayne (fæddur 6. janúar 1982) er breskur leikari, söngvari og módel sem fæddist og ólst upp í Westminsterborg í London.

Eddie Redmayne
Redmayne, 2016
Redmayne, 2016
Upplýsingar
FæddurEdward John David Redmayne
6. janúar 1982 (1982-01-06) (42 ára)
Ár virkur1998 - nú
MakiHannah Bagshawe (2014)
Börn1
Helstu hlutverk
Stephen Hawking í The Theory of Everything, Lili Elbe í The Danish Girl
Óskarsverðlaun
Besti leikari
2014 The Theory of Everything

Redmayne byrjaði leiklistarferil sinn upp úr 1998 á því að leika nokkur hlutverk í sjónvarpsþáttum en fyrstu kvikmyndahlutverkin fékk hann árið 2006. Redmayne komst þó fyrst rækilega á kortið þegar hann lék eitt af aðalhlutverkunum í myndinni My Week with Marilyn árið 2011 og síðar þegar hann lék Marius Pontmercy í Les Misérables árið 2012.

Árið 2014 lék Redmayne eðlisfræðinginn Stephen Hawking í kvikmyndinni The Theory of Everything en hann hlaut ótal verðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni þ.á.m. Óskarinn, BAFTA verðlaun og Golden Globe verðlaun. Redmayne lék síðan aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Danish Girl árið 2015 sem hann hlaut aðra Óskarstilnefningu fyrir.

Redmayne lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fantastic Beasts and Where to Find Them sem kom út um jólin 2016 en myndin er byggð á samnefndri bók metsöluhöfundarinns J. K. Rowling.

Leiklistarferill

breyta

Kvikmyndir

breyta
ÁrTitillHlutverkAthugasemdir
2006Like MindsAlex Forbes
2006The Good ShepherdEdward Wilson, jr.
2007Savage GraceAntony Baekeland
2007Elizabeth: The Golden AgeAnthony Babington
2008The Yellow HandkerchiefGordy
2008The Other Boleyn GirlSir William Stafford
2008Powder BlueQwerty Doolittle
2009Glorious 39Ralph Keyes
2010Black DeathOsmund
2011HickEddie Kreezer
2011My Week with MarilynColin Clark
2012Les MisérablesMarius Pontmercy
2014The Theory of EverythingStephen Hawking
2015Jupiter AscendingBalem Abrasax
2015Thomas & Friends: Sodor's Legend of the Lost TreasureRyanTalsetning
2015The Danish GirlEinar Wegener/Lili Elbe
2016Fantastic Beasts and Where to Find ThemNewt Scamander

Sjónvarpsþættir

breyta
ÁrTitillHlutverkAthugasemdir
1998Animal ArkJohn Hardy1 þáttur: "Bunnies in the Bathroom"
2003DoctorsRob Huntley1 þáttur: "Crescendo"
2005Elizabeth IThe Earl of Southampton1 þáttur: "Southampton"
2008Tess of d'UrbervillesAngel Clare4 þættir
2010Phillars of the EarthJack Jackson8 þættir
2010The Miraculous YearConnorPilot þáttur
2012BirdsongStephen Wraysford2 þættir
2015War art with Eddie RedmayneHann sjálfurHeimildarmynd

Leikrit

breyta
ÁrTitillHlutverkAthugasemdir
1994Oliver!Verksmiðjustrákur #46
2002Twelfth NightViola
2003"Master Harold"...and the boysMaster Harold
2004The Goat, or who is Sylvia?Billy
2004HercubaPolydorus
2007Now or LaterJohn Jr.
2009-10RedKenTony verðlaunin (2010): Besti leikari
2011-12Richard IIKing Richard II

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Eddie Redmayne“ á ensku útgáfu Wiki How. Sótt ágúst 2016.