Haftyrðill

Haftyrðill (fræðiheiti: Alle alle) er smávaxinn svartfugl af svartfuglaætt og eini fuglinn af ættkvíslinni Alle.

Haftyrðill
Haftyrðill (Alle alle)
Haftyrðill (Alle alle)
Vísindaleg flokkun
Ríki:Dýraríki (Animalia)
Fylking:Seildýr (Chordata)
Flokkur:Fuglar (Aves)
Ættbálkur:Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt:Svartfuglar (Alcidae)
Ættkvísl:Alle
Tegund:
A. alle

Tvínefni
Alle alle
(Linnaeus, 1758)
Alle alle

Haftyrðillinn hefst við í björgum á daginn, flýgur á kvöldin til hafs í leit að æti, en snýr svo aftur í björgin á morgnana. Helsta æti haftyrðils er krabbadýr, en einnig allavega hryggleysingjar, eins og til dæmis blaðfætlur. Haftyrðillinn er á milli 19-21 sentimetrar að lengd.

Haftyrðillinn verpir sífellt norðar og verpti síðast á Íslandi árið 1995. Að líkindum er það vegna hlýnunar jarðar, en hann sækir í frekar köld svæði til varps og verpti síðast á Grímsey við Ísland.

Tenglar breyta

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  • „Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 29.11.2013).
  • Haftyrðill; greinarhluti í Náttúrufræðingnum 1942
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.