Þreföld tvenna

Þreföld tvenna er hugtak í körfubolta og á við um það þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu (þ.e. 10 eða meira) í þremur af eftirfarandi fimm: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum. Ef leikmaðurinn hefur tvo tugi eða meira í þremur flokkum, t.d. 20 stig, 20 fráköst og 20 stoðsendingar, er talað um tvöfalda þrefalda tvennu. Algengast er að leikmaður nái þrefaldri tvennu með tíu eða fleiri stigum, fráköstum og stoðsendingum. Hugtakið sjálft varð til þegar Bruce Jolesch, upplýsingafulltrúi Los Angeles Lakers var að lýsa fjölhæfni Magics Johnson.

Þreföld tvenna er álitin vísbending um góða alhliða frammistöðu leikmanns. Í NBA-deildinni í Bandaríkjunum eru þrefaldar tvennur tiltölulega sjaldgæfar og yfirleitt ná jafnvel framúrskarandi leikmenn ekki nema tíu á hverju leiktímabili (sem er 82 leikir). Þrefaldar tvennur eru sjaldgæfari í leikjum undir FIBA-reglum en þá eru leikir einungis 40 mínútna langir en ekki 48 mínútur eins og í NBA-deildinni.

Þrefaldar tvennur í NBA-deildinni

breyta
  • Þreföld tvenna að meðaltali yfir heilt leiktímabil: Oscar Robertson er eini leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem hefur náð því afreki.[1] Það var á leiktímabilinu 1961-62 en þá skoarið Robertson að meðaltali 30,8 stig í leik, tók að meðaltali 12,5 fráköst og gaf að meðaltali 11,4 stoðsendingar.
  • Flestar þrefaldar tvennur (á venjulega leiktímabili): Oscar Robertson náði þrefaldri tvennu alls 181 sinni.
  • Flestar þrefaldar tvennur (í úrslitakeppni): Magic Johnson náði þrefaldri tvennu alls 30 sinnum.
  • Flestar þrefaldar tvennur á einu leiktímabili: Oscar Robertson náði þrefaldri tvennu alls 41 sinni á leiktímabilinu 1961-62. Wilt Chamberlain kemur næstur en hann náði þrefaldri tvennu alls 31 sinni á leiktímabilinu 1967-68.
  • Yngsti leikmaður: LeBron James, þá 20 ára og 20 daga gamall, náði þrefaldri tvennu 19. janúar 2005 í leik gegn Portland Trail Blazers. Hann skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.
  • Elsti leikmaður: Karl Malone er eini leikmaðurinn sem hefur náð þrefaldri tvennu á fimmtugsaldri en það gerði hann 28. nóvember 2003 þegar hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leik gegn San Antonio Spurs.
  • Tvöföld þreföld tvenna: Til þess að ná tvöfaldri þrefaldri tvennu þarf tvo tugi í að minnsta kosti þremur flokkum. Wilt Chamberlain er eini leikmaðurinn sem hefur náð slíku afreki en það gerði hann 2. febrúar 1968; Chamberlain skoraði 22 stig, tók 25 fráköst og gaf 21 stoðsendingu.
  • Lengsta röð af þreföldum tvennum: Wilt Chamberlain á þeta met en frá 8. mars til 20. mars árið 1968 náði hann þrefaldri tvennu í níu leikjum í röð.
  • Félagar með þrefaldar tvennur í sama leik: Michael Jordan og Scottie Pippen náðu báðir þrefaldri tvennu í sama leik (Chicago Bulls gegn L.A. Clippers) þann 3. janúar 1989. Vince Carter og Jason Kidd náður báðir þrefaldri tvennu í sama leik (New Jersey Nets gegn Washington Wizards) þann 7. apríl 2007.

Flestar þrefaldar tvennur í NBA-deildinni

breyta
  • uppfært feb. 2022.
Á leiktímabili
NúmerNafnÞrefaldar tvennur
1Russell Westbrook193
2Oscar Robertson181
3Magic Johnson138
4Jason Kidd107
5LeBron James103
6Wilt Chamberlain78
7Nikola Jokic71
8James Harden67
9Larry Bird59
10Luka Doncic45
11Fat Lever43
12Bob Cousy33
13Ben Simmons32
13Rajon Rondo32
14Draymond Green31
14John Havlicek31
15Giannis Antetokounmpo29
15Grant Hill29
16Michael Jordan28
17Elgin Baylor26
18Clyde Drexler25

* gefur til kynna að leikmaður sé enn virkur

Í úrslitakeppni
NúmerNafnÞrefaldar tvennur
1Magic Johnson30
2Jason Kidd11
3Larry Bird10
4Wilt Chamberlain9
5Oscar Robertson8
6John Havlicek5
7Charles Barkley4
7Elgin Baylor4
7Walt Frazier4
7Scottie Pippen4
7Tim Duncan*4

* gefur til kynna að leikmaður sé enn í starfi

Þrefaldar tvennur í NBA-deildinni með vörðum skotum eða stolnum boltum

breyta

Eftirfarandi eru þekkt tilvik en fleiri eru hugsanlega til.

Stig, fráköst og varin skotÞetta er næst algengasta samsetning þrefaldrar tvennu. Þessu afreki hefur verið náð að minnsta kosti 46 sinnum á síðustu 22 árum. Nokkrir leikmenn hafa náð þessu afreki oftar en einu sinni.

Stig, stoðsendingar og stolnir boltar

Stig, fráköst og stolnir boltar

Stig, stoðsendingar og varin skot

  • Þessu afreki hefur verið náð í NBA-deildinni að minnsta kosti tvisvar sinnum á síðustu 22 árum og að minnsta kosti þrisvar í sögu deildarinnar. Öll þekkt tilvik eru hlutar af fjórfaldri tvennu.

Fráköst, stoðsendingar og varin skot

  • Þessu afreki hefur verið náð í NBA-deildinni að minnsta kosti tvisvar sinnum á síðustu 22 árum og að minnsta kosti þrisvar í sögu deildarinnar. Öll þekkt tilvik eru hlutar af fjórfaldri tvennu.

Fráköst, stoðsendingar og stolnir boltar

Þrefaldar tvennur sem ekki hafa sést

  • Stig, stolnir boltar og varin skot
  • Fráköst, stolnir boltar og varin skot
  • Stoðsendingar, stolnir boltar og varin skot

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. thebigo.com, „Triple-Double Facts“ Geymt 4 júlí 2008 í Wayback Machine. Skoðað 27. febrúar 2008.

Tengt efni

breyta
🔥 Top keywords: