Skessujurt

Skessujurt (fræðiheiti Levisticum officinale) er stórvaxin jurt sem venjulega er 1 -1½ metri á hæð en getur þó orðið yfir 2 metrar. Hún er skyld sellerí og eru bæði laufblöð og fræ notuð sem krydd. Skessujurt blómgast í júlí og eru blómin gulgræn að lit.

Skessujurt

Vísindaleg flokkun
Ríki:Jurtaríki (Plantae)
Fylking:Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur:Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur:Sveipjurtabálkur (Apiales)
Ætt:Sveipjurtaætt (Apiaceae)
Ættkvísl:Levisticum
Tegund:
L. officinale

Tvínefni
Levisticum officinale
L. Koch.

Skessujurt getur bæði verið notuð til lækninga og matargerðar og eru laufin notuð sem krydd en jarðstöngull og rót til lækninga. Á miðöldum var skessujurt gjarnan ræktuð við klaustur.

Heimild breyta

  • „Hvernig var skessujurt notuð til lækninga?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.